top of page
Untitled design_edited.png
1_edited.png

... þín hægri hönd!

Hygge Hello tekur utan um tölvupóst og skipulag fyrirtækja – svo dagleg samskipti verði einfaldari og vinnudagurinn léttari.

... fyrir fyrirtæki sem eru orðin þreytt á yfirfullum innhólfum.

Viðskiptavinir
okkar

Pink Powder
images Small_edited_edited_edited.jpg

Kredita

Algjör lúxus að öllum emailum sé svarað og að þurfa ekki að hafa neinar áhyggjur af þessu lengur, mæli með.
REAL NTG LOGO_edited.png

Nordica travel group

Email svörunin á bílaleigunni hefur aldrei verið jafn góð! Það er ekki einfalt að læra að svara fyrir bílaleigu en stelpurnar hjá Hygge Hello hafa heldur betur lagt mikið á sig til að læra á fyrirtækið til að veita viðskiptavinum góða þjónustu fyrir okkur, það er rosalega gott að þurfa ekki að hafa neinar áhyggjur af þessu lengur og vita að öllum tölvupóstum er alltaf svarað, og þær gera þetta betur en ég hefði gert þetta sjálf!

MJ Flísalausnir

Að vinna með Hygge Hello hefur verið algjör bylting fyrir fyrirtækið okkar. Frá fyrsta degi tóku þau alfarið yfir okkar stoðvinnu — sáu um tölvupóst, skipulögðu dagskrárnar okkar og höfðu samskipti við nýja viðskiptavini á hnökralausan hátt.

Teymið þeirra er ekki aðeins faglegt og skilvirkt, heldur líka hlýlegt og aðgengilegt, sem gerði það að verkum að okkur leið eins og þau væru raunverulegur hluti af okkar teymi. Skipulagið og uppbyggingin sem þau komu með inn í dagleg störf okkar hefur gert okkur kleift að einbeita okkur að því sem við gerum best, í þeirri vitneskju að bakendinn sé í traustum höndum.

Við höfum séð áberandi breytingu bæði í ánægju viðskiptavina og innri framleiðni síðan við hófum samstarf við Hygge Hello. Ég get ekki mælt nógu mikið með þeim!

Plús Bókhald

Við hjá Plús ehf. vorum í svakalegu brasi með tölvupósta enda í mörg horn að líta. Reksturinn hefur verið að fara stækkandi á met hraða og þurftum við að eyða meiri og meiri tíma í að svara tölvupóstum. Við vorum hætt að geta sinnt rekstrinum almennilega þannig við fórum að skoða hvað við getum gert. Mundi svo eftir að hafa séð Hygge Hello á TikTok þannig ég bókaði kynningarfund og viku seinna voru þær komnar í málið! Þær hafa ekki bara aðstoðað við að svara tölvupóstum heldur líka skipuleggja allt í rekstrinum eins og að auka móttöku á rafrænum gögnum frá viðskiptavinum og fleira. Þær hafa létt rosalega á byrðinni af okkur eigendum Plús og þurfum við ekki lengur að pæla í að vakta tölvupóst og engin verkefni falla á milli línanna.

Eru spurningar?

FAQ

HAFÐU SAMBAND

GET A QUOTE
1_edited.png

Hygge Hello ehf.

kt: 621021-0790

Netfang: info@hyggehello.is

​Sími: +45 22 23 03 19

VERTU Í BANDI

24/7

Vinnutími

  • TikTok
  • Facebook
  • Linkedin
  • Instagram

FYLGDU OKKUR

bottom of page